Í þættinum er rætt við Unu Jónsdóttur, sérfræðing í Hagfræðideild Landsbankans um fasteignamarkaðinn á Íslandi, stöðu og horfur. Einnig fræðir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, okkur um þjóðhagsspá Hagfræðideildar sem birtist miðvikudaginn 30. október.

4. nóvember 2019
Um Markaðsumræðuna, hlaðvarp Hagfræðideildar Landsbankans

Markaðsumræðan er vettvangur fyrir verðbréfagreinendur í Hagfræðideild Landsbankans til að koma á framfæri skoðunum sínum og greiningum á félögum á hlutabréfamarkaði og hvernig nýjustu vendingar á mörkuðum og í hagkerfinu geta haft áhrif á félögin. Umfjöllunin á að vera á mannamáli og er tilgangurinn að auka áhuga og umræðu um hlutabréfamarkaði.