Fjölgun ferðamanna og þróun ferðaþjónustunnar hefur verið í brennidepli undanfarin ár. Hér má sjá áhugavert myndband þar sem rætt er við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti.

26. september 2017

Viðmælendur í viðtalinu

  • Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
  • Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
  • Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia.
  • Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður SAF.
  • Guðrún Helga Sigurðardóttir, ökuleiðsögumaður.
  • Helga Björg Bragadóttir, Gisti- og veitingahúsinu Flúðum, eigandi.
  • Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.


Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, bendir meðal annars á að það sé jákvætt að það hægist á vextinum. „Því þá í rauninni getum við varið þá stöðu og haldið uppi því þjónustustigi sem við viljum halda. Því það er ekkert hollt að vaxa of hratt.“

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður SAF, segir að viðhorf Íslendinga til þess fjölda ferðamanna sem komi til landsins hafi breyst til hins verra og það sé mjög stórt verkefni sem þurfi að huga að.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, bendir einnig á að auðvitað hægi á þessum vexti á einhverjum tímapunkti. „En ég sé ekki fram á að það fari að fækka ferðamönnum til landsins ef við höldum rétt á spöðunum.“