Hjónin Bei og Davíð Wang eru bæði frá borginni Nanjing í Kína. Þau reka veitingastaðinn Bambus í Borgartúni sem hefur notið mikilla vinsælda bæði hjá Íslendingum og kínverskum ferðamönnum.

26. september 2019

Davíð kom hingað til lands árið 1995 sem skiptinemi og féll strax fyrir landi og þjóð. Hann hefur búið hér síðan en kynntist konu sinni síðar í heimaborg sinni, Nanjing. Bei er útskrifuð í hótelstjórnun frá SHATEC háskólanum í Singapore og saman stofnuðu þau veitingastaðinn Bambus í Borgartúni árið 2013 þar sem þau reka einnig verslun. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í kínverskum mat matreiddum úr hefðbundnum íslenskum hráefnum.

Þau ræða um reynslu sína af því að veita kínverskum ferðamönnum þjónustu. Þau segja að kínverskir ferðamenn vilji gjarnan kynnast landi og þjóð. Ferðamenn sem komi á veitingastaðinn vilji smakka nýja rétti en þau vilji líka fá mat sem matreiddur er á kínverskan máta og kunni vel að meta þegar notast er við íslensk hráefni.