Mik­il­vægt að nýta tæki­færin og huga að fram­tíð­inni

Í tilefni af ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans var rætt við forystufólk í greininni um reksturinn í sumar, samkeppnina við önnur lönd, hvernig þau telja að aðstæður verði á næstu mánuðum og fleira.
25. september 2019

Meðal þess sem fram kom var að ferðaþjónustan hefði búist við bakslagi líkt og varð í ár, þótt enginn hefði getað spáð fyrir hvernær það kæmi. Fall WOW air hafði töluverð áhrif en þau komu fram með mjög misjöfnum hætti. Rætt var um gengi krónunnar, áhrifin af góðu veðri á rekstur veitingastaða í miðborg Reykjavíkur, mikilvægi þess að huga að stefnumörkun til framtíðar og margt fleira.

Viðmælendur voru (í stafrófsröð): Bergdís Örlygsdóttir markaðsstjóri veitingastaðanna Apóteksins, Tapas og Sæta svínsins, Björn Ragnarsson framkvæmdastjóra Kynnisferða, Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis, Magnea Þórey Hjálmarsdóttirframkvæmdastjóri Icelandair Hotels og Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur