Frá­bært sam­st­arf við hæfi­leika­ríkt tón­listar­fólk

Við lítum um öxl og skoðum þrjátíu myndbönd sem Landsbankinn og Iceland Airwaves hafa framleitt með ungu tónlistarfólki snemma á ferli þeirra.
31. október 2019 - Landsbankinn

Áhrif tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á íslenskt tónlistarlíf verða seint ofmetin. Erlendir blaðamenn, umboðsmenn, bókarar og útgefendur hafa flykkst hingað til lands haust eftir haust til að kynnast íslenskri tónlist og íslenskir tónlistarmenn hafa þannig fengið tækifæri til að spila fyrir nýjum eyrum. Margir hafa notið góðs af en listinn yfir hljómsveitir sem slógu fyrst í gegn á Iceland Airwaves er orðinn ansi langur.

„Þetta var risastórt tækifæri því ég var ekki búin að koma mér neitt á kortið sem tónlistarkona.“
GDRN

Vandað sérstaklega til verka

Allt frá árinu 2014 hefur Landsbankinn framleitt myndbönd með ungu tónlistarfólki í aðdraganda hátíðarinnar. Ár hvert hefur verið lagt upp með að festa lifandi flutning efnilegrar hljómsveitar eða tónlistarfólks á myndband og vanda sérstaklega til verka. Tónlistarfólkið hefur fengið að starfa með fagmönnum á sviði myndbandagerðar og eignast þannig gott myndefni til eigin nota. Landsbankinn, tónlistarfólkið og Iceland Airwaves hafa svo dreift myndböndunum í sameiningu.

Hlutirnir eiga það til að gerast ansi hratt

Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn framleitt þrjátíu myndbönd á sex ára tímabili í tengslum við Iceland Airwaves. Á vef verkefnisins hefur orðið til skemmtilegt safn myndbanda sem sýnir ungt tónlistarfólk, sem margt er þjóðþekkt í dag, snemma á ferlinum. Í myndbandinu hér að ofan líta Margrét Rán úr hljómsveitinni Vök, Guðrún Eyfjörð (GDRN) og Huginn um öxl og fjalla um hvernig aðstæður þeirra hafa breyst á þessum stutta tíma.

Þátttakendur í L+IA hafa fengið 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið 16.

Sex ár er kannski ekki langur tími, en þegar tónlistarfólk er að stíga sín fyrstu skref eiga hlutirnir það til að gerast ansi hratt. Það sést til dæmis á því að þeir 18 einstaklingar eða hljómsveitir sem hafa tekið þátt í samstarfinu hafa fengið samtals 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna frá árinu 2014 og hlotið þau 16 sinnum. Það er ánægjuleg viðurkenning á starfi þessa fjölbreytta hóps sem á vafalítið eftir að setja mark sitt enn frekar á íslenska tónlist næstu ár og jafnvel áratugi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur