Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmis konar þjónustu með síma og tölvu að vopni. Í þessari grein verður farið yfir hvernig stunda má heimsóknar- og snertilaus bankaviðskipti.

13. mars 2020


Landsbankinn býður upp á fjölbreytta rafræna þjónustu og í þessari grein er aðeins fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar.

Þarftu aðstoð eða fjármálaráðgjöf?

 • Í Þjónustuveri Landsbankans er hægt að fá margvíslega aðstoð. Þar er opið á milli kl. 9-16.
 • Sími: 410 4000
 • Tölvupóstur: landsbankinn@landsbankinn.is.
 • Netspjallið (tvær talblöðrur neðst til hægri á landsbankinn.is). Netspjallið er opið milli kl. 9-17.

Greiða reikninga

 • Það er einfalt að greiða alla reikninga bæði í appinu og í netbankanum.
 • Svo getur verið þægilegt að skrá reikningana sem berast mánaðarlega í beingreiðslu í netbankanum og þá greiðast þeir sjálfvirkt á eindaga.
 • Þótt appið og netbankinn sé fljótlegasta og þægilegasta leiðin þá er líka einfalt að borga reikninga í næsta hraðbanka.


Breyta yfirdrætti

 • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt yfirdrættinum eða sett hann í lækkunarferli.

Hækka heimild á kreditkorti

 • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt heimild á kreditkorti. 

Dreifa kreditkortareikningi

 • Í netbankanum er hægt að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt.

Erlendar millifærslur

 • Hægt er að framkvæma erlendar greiðslur í appinu og í netbankanum. 

Aukalán vegna óvæntra útgjalda

 • Hægt er að sækja um Aukalán í appinu og dreifa endurgreiðslu til allt að 5 ára. Þú færð peninginn strax inn á reikninginn þinn eða kreditkortið.

Greiðsluerfiðleikar

 • Ef þú telur að þú gætir lent í erfiðleikum með að greiða reikninga er alltaf betra að hafa samband sem fyrst. 
 • Landsbankinn býður upp á ýmis úrræði. 
 • Hægt er að fá ráðgjöf um hvaðeina sem lýtur að fjármálum með því að hringja í Þjónustuverið, spjalla í netspjallinu eða með því að senda póst.

Snertilausar greiðslur

 • Það er þægilegra og öruggara að nota síma eða snjallúr, fremur en snertilaus greiðslukort. Hægt er að greiða með Apple Pay, kortaappi Landsbankans (fyrir Android-stýrikerfi), Garmin Pay eða Fitbit Pay.
 • Með snertilausri virkni á greiðslukortum er ekki hægt að greiða hærri fjárhæð en 7.500 kr. í hvert skipti en engar slíkar fjárhæðartakmarkanir eru á greiðslum með farsímum og úrum.

Kortanúmerið í appinu

 • Í Landsbankaappinu er hægt að finna kortanúmer, gildistíma og CVC-númer greiðslukorta. Auðvelt er að afrita og líma þær upplýsingar á öruggan og fljótlegan hátt inn í greiðsluform vefverslana.

Sækja um greiðslukort

 • Það tekur bara augnablik að sækja um greiðslukort í Landsbankaappinu.
 • Síðan er hægt að flytja greiðslukortaupplýsingarnar beint úr appinu yfir í forritið sem á að nota (Apple Pay, kortaappið, Garmin eða Fitbit) og byrja að greiða með því snertilaust.

Fékkstu gjafakort í jólagjöf?

 • Þú getur skráð gjafakort Landsbankans í Apple Pay, kortaappið, Garmin Pay eða Fitbit Pay og greitt snertilaust með því hvar og hvenær sem er.

Sparnaður og verðbréf

 • Í netbankanum er hægt að stofna sparireikninga, stilla á reglulegan sparnað og eiga viðskipti með hlutabréf og í sjóðum.

Íbúðalán og greiðslumat

 • Þú ferð í gegnum greiðslumat á vef Landsbankans og sækir um lán í sjálfvirku ferli. Þegar því er lokið hefur ráðgjafi bankans samband við þig símleiðis.

Bílalán á netinu

 • Hægt að sækja um bílalán með því að undirrita þau með rafrænum hætti hjá bílasala/bílaumboði eða með því að hafa samband við Þjónustuverið.
 • Ef lánið er hærra en 2,2 milljónir fyrir einstaklinga og 4,4 milljónir fyrir hjón og sambúðarfólk er rafrænt greiðslumat sótt á landsbankinn.is á örfáum mínútum.

Ertu ekki í viðskiptum við Landsbankann?

 

Nánari upplýsingar um þjónustu í Landsbankaappinu

Nánari upplýsingar um þjónustu í netbankanum