Fjársterkari netglæpasamtök
Glæpasamtök hafa fjárhagslega getu og tæknilega burði til að þróa sífellt nýjar og snjallari aðferðir. Blekkingarnar verða því sífellt áhrifaríkari og fjölbreyttari.
Sífellt færari netsvikarar
Það er æ algengara að netglæpasamtökin vinni saman á ýmsan máta. Þau deili sín á milli nýrri tækni og reynslusögum af nýjum og árangursríkari aðferðum. Svikarar gefa sér einnig meiri tíma en áður. Undirbúningsvinnan er vel og ítarlega unnin yfir langan tíma og blekkingin því þeim mun raunverulegri.
Bransinn ekki bara fyrir fagfólk
Netsvik eru orðin einfaldari og krefjast ekki ýkja mikillar tölvuþekkingar. Aðeins þarf tiltölulega litla þekkingu á aðferðum og tækni til að stunda netglæpi.
Ódýrari og fleiri kúbein
Verkfæri netglæpamanna verða sífellt ódýrari. Því eru þau líka útbreiddari, enda mörg hver beinlínis hönnuð með það í huga að hjálpa áhugafólki með takmarkaða tækni¬þekk-ingu að hasla sér völl í heimi netglæpa.