Eins og að fá vængi

Árið 2005 var glampandi sól og ekki ský á himni þegar gangan var farin - eða þannig muna Eggert Kristjánsson og Kári Emil Helgason allavega eftir þessum degi sem átti eftir að þróast á allt annan veg en þeir héldu um morguninn og breyta lífi þeirra til frambúðar.
11. ágúst 2016

Árið 2005 var glampandi sól og ekki ský á himni þegar gangan var farin - eða þannig muna Eggert Kristjánsson og Kári Emil Helgason allavega eftir þessum degi sem átti eftir að þróast á allt annan veg en þeir héldu um morguninn og breyta lífi þeirra til frambúðar.

Strákarnir höfðu báðir lagt nótt við nýtan dag þetta sumar við að smíða og græja vagn ungliðahreyfingar Samtakanna '78. Birna Hrönn Björnsdóttir var í forsvari fyrir ungliðahreyfinguna á þessum tíma: „Þetta var bara svona félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka. Þau gátu komið einu sinni í viku og hitt sína líka. Þegar ég var í MH þá var einn hommi sem var svona inn og út úr skápnum og ein önnur lesbía, en í ungliðahreyfingunni gat maður komið og hitt annað fólk sem var eins og maður sjálfur. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig og vonandi marga aðra.“

Amma spurði mig þegar þetta var sýnt: „Þekkir þú einhvern svona í þínum skóla?“ Þarna var ég búinn með eitt ár í MR og muldraði eitthvað „já ...“ en bætti svo við: „Ég var reyndar þarna þegar þetta var tekið upp. Og ég er hommi.“

Sögufrægar hinsegin persónur

Þema vagnsins var sögufrægar hinsegin persónur. „Það var mikilvægt fyrir okkur, þar sem við vorum öll að finna okkur, að vita að það væri hinsegin fólk þarna úti sem hefði náð langt,“ segir Birna. Meðal persóna á vagninum voru Kristína Svíadrottning (hún ríkti frá 1632-1654), Páll Óskar, skáldkonan Saffó, Cynthia Nixon úr Sex and the City, Elton John og George Michael.

Þótt Eggert og Kári væru báðir komnir út úr skápnum gagnvart sínum nánustu þá voru þeir það alls ekki gagnvart öllum. Þeir vildu engu að síður taka þátt í göngunni og því var farin sú leið að láta þá tákna alla nafnlausu samkynhneigðu einstaklinga sögunnar. Það var saumaður blár búningur sem huldi þá alveg frá toppi til táar. „Þetta var frekar „creepy,“ við vorum með svona bláar galdrakarlahettur sem minntu eiginlega á Ku klux klan,“ segir Kári hlæjandi.

Á þessum tíma lagði Gleðigangan upp frá lögreglustöðinni við Hlemm og fór niður Laugaveginn. „Þetta er þröng gata þannig að mannfjöldinn virðist gríðarlegur og gatan alveg pökkuð. Það var alltaf þetta gæsahúðarmóment þegar gangan beygði fyrir hornið inn á Laugaveg.“

Engu að tapa

Vagninn var ekki vélknúinn heldur var hann dreginn áfram og honum ýtt af fjórum einstaklingum, einum við hvert hjól. Eggert og Kári voru á götunni framan af. „Ég held að við höfum verið komin niður svona hálfan Laugaveginn og þá var stemningin og orkan bara þannig að ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til og ég hefði engu að tapa. Svo ég bara reif af mér klæðin og stökk upp á vagninn og byrjaði að dansa. Svo man ég bara svona óljóst eftir því að öskra: „ég er hommi! ég er hommi! ég er hommi!“ í svona tuttugu mínútur,“ segir Kári og hlær.

„Það var svo mikil ást og svo mikill kærleikur og gleði og hræðslan laut í lægra haldi fyrir öllum hinum tilfinningunum.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur